Jón í Neslöndum og fleiri góðir.    

30.01.2013

Skoðanaskipti

 

Þessi pistill birtist  í gær á Smugunni og er svar við grein Gríms Atlasonar:

 

Ég gerði nú ekki ráð fyrir að forsetinn hefði párað fyrirvara á skjalið með pennanaum sínum um leið og hann skrifaði undir. En ég þori náttúrlega ekki að deila um það við mann sem er svo vel að sér í málunum að hann veit hvað forsetinn hefur hugleitt og hvað ekki, eins og ráða má af grein þinni að þú gerir.

 

Ósvífni liðsins sem nú fleygir steinum úr glerhúsum er með fullkomnum ólíkindum, rétt er það. (Ummæli Björgólfsfeðga í blöðum í gær og dag eru bara lítið dæmi). En við skulum ekki blekkja okkur; ég held að þetta lið ætti ekki séns á að endurheimta völdin í vor ef hin hreina vinstristjórn okkar hefði ekki grafið sér gröf strax í upphafi ferilsins, með tökum sínum á Icesave málinu. Og þeim tökum trúi ég að Steingrímur hafi ráðið fyrst og fremst. (Ekki ástæðulaust að maðurinn er nýbúinn að játa á sig hugsanlegan dómgreindarskort).

Það er varla að maður trúi því að þetta hafi verið eins og það var  þegar maður rifjar upp atburði sumarsins 2009: Fyrsta Icesave brjálæðinu átti að þrykkja í gegn um Þingið óræddu. Þingmenn áttu einungis að fá að skoða saminginn undir trúnaðareiði í sérstökuðu lokuðu herbergi. Hvernig áttu þeir að fara að því að ræða mál sem þannig var lagt upp? Og þjóðin, háttvirtir kjósendur! Kom þeim málið eitthvað við?  Hvað með Nýja Ísland? Stjórnin sýndi ótrúlega þrautseigju í sjálfseyðingunni.

Ekki hef ég trú á að margir telji Ólaf Ragnar til helgra manna, býst við að flesti sem fylgjast með þjóðmálum sjái hann fremur sem pólitískan vígamann. En að vonum er mikill hluti þjóðarinnar honum þakklátur fyrir að hann veitti okkur kost á að stöðva ólánsgjörning ríkisstjórnarinnar. Og hann gerði meira, hann tók til varna fyrir okkur í erlendum fjölmiðlum og var okkar  langöflugasti málsvari á þeim vettvangi.

Þarna  var grunnurinn lagður að þeirri uppreisn æru Íslendinga sem endanlega felst í niðurstöðu EFTA dómstólsins. Og bara það atriði er ómetanlegt eins og ljóst má vera þegar litið er til þess hvernig sumir erlendir fjölmiðlar hafa fjallað um Íslendinga vegna þessa máls á undanförnum árum.  

Þjóðin vann þennan sigur fyrir atbeina forsetans í framhaldi af baráttu Indefencehópsins.

29.01.2013

Bréf til forustunnar

Eftirfarandi bréf sendi ég til Jóhönnu Sigurðardóttur, Dags B. Eggertssonar og Össurar Skarphéðinssonar í júlímánuði 2009, þegar öllu sjándi fólki mátt vera ljóst í hverjar ógöngur var stefnt með þetta mál. Ég fékk málamyndasvar, tölvupóst frá Degi, og hafði á tilfinningunni að honum hefði verið falið að róa þennan áhyggjufulla flokksfélaga. Síðan var bara göslað áfram í foraðinu á grundvelli úreltra hugmynda um meirihlutavald á Alþingi. Þannig var nú staðið við orðin um nýtt Ísland.:

 

Kæru félagar.

Undanfarið hafa verið að koma fram veigamikil rök frá þungaviktarfólki fyrir því að ekki megi samþykkja Icesave-samkomulagið sem fyrir liggur, heldur verði að freista þess að ná betri samningi.

Vægi þessa málfluttnings tel ég að hafi aukist jafnt og þétt. Meðal þeirra sem þannig tjá sig eru aðilar sem ekki verða afgreiddir með ásökunum um ábyrgðarleysi. Nú síðast er vitnað til skýrsla Elviru Mendez, sem er doktor í Evrópurétti. Hún telur að mjög hafi hallað á Íslendinga við gerð samningsins. Þá eru ekki síður athyglisverð ummæli Jóns Daníelssonar, m.a. um breyttar aðstæður á Evrópskum fjármálamörkuðum frá því sem var s.l. haust.

Við sem leggjum okkur fram um að fylgjast vel með þróun mála líðum vissulega fyrir treglega upplýsingagjöf og misvísandi álit aðila um stöðu okkar í nútíð og framtíð.

En eftir vandlega ígrundun er ég  orðinn sannfærður um að samþykkt ríkisábyrgðar á Icesave- samningnum nú væri óráð. Mér sýnist algjörlega ljóst af þeim upplýsingum sem fram eru komnar, að samningurinn sé mjög vondur. Því verði að reyna að ná betri samningi. Í því samhengi gef ég lítið fyrir hávaðann í Steingrími J.  Þykir mér bera nýrra við ef hann er orðinn sá lögspekingur að hann geti véfengt álit virtra fræðimanna á því sviði.

Líf eða fall ríkisstjórnar er í raun smáatriði í samanburði við þá þjóðarhagsmuni sem hér kunna að vera í húfi. Að knýja þetta risavaxna álitamáli í gegn um þingið án tillits til framkominna raka gegn samþykkt  - hugsanlega með minnsta mögulega meirihluta - er hreinlega ekki boðlegt. 

Ljóst er að slík afgreiðsla þessa máls nú mun ekki auðvelda ykkur eftirleikinn: að koma landinu í Evrópusambandið. Þjóðin mun þá alfarið neita að kyssa á vöndinn.

Ég skora á ykkur að bakka nú og taka málið upp á grundvelli nýrra upplýsinga og breyttra aðstæðna. Leita eftir samstöði í þinginu um að allir flokkar vinni að lausn málsins. Fara að ráðum Jóns Daníelssonar og ,, fela samningagerðina bestu erlendum lögfræðingum sem völ er á, óumdeildum sérfræðingum í slíkum samningum”.

Bent hefur verið á svo stórkostlega ágalla á samningnum og allri samningsgerðinni að samþykkt  ríkisábyrgðar að óbreyttu er fráleit.

 

Með félags kveðju,

Haukur Brynjólfsson

 

Sent til:

Formanns Samfylkingarinnar,

Varaformanns Samfylkingarinnar

Utanríkisráðherra

28.01.2013

28.01.2013

MÁLALOK

Í tilefni dagsins endurbirti ég þennan pistil sem upphaflega var skrifaður daginn fyrir Icesave kosninguna, 9. apríl 2011. 
Mér finnst að þeir já -sinnar sem hafa talað niður til okkar sem sögðum nei, og sakað okkur um heimsku, hroka og þjóðrembu, eigi það skilið að hann verði lesinn af sem flestum.Eðlilega gleðst  fólk mjög við þau góðu tíðindi sem niðurstaða EFTA-dómstólsins er, en mér hefur verið misboðið með málfluttningi og framgöngu margra þeirra sem vildu knýja þjóðina til uppgjafar í málinu. Ég hef vegna þessa máls verið sniðgenginn af fólki sem ég vildi ræða stjórnmál við í einlægni, því gleymi ég ekki, mér er enn misboðið. Jóhanna og Steingrímur ættu að segja af sér við þessi málalok.   
 
<title>Lengi getur vont versnað</title>
<link>http://www.hbr.is/blog/record/515913/</link>
<description>
Það færist harka og jafnvel örvænting í málfluttning JÁ- sinna nú síðustu klukkustundirnar fyrir kosningu. Blaðamaðurinn Jóhann Hauksson er alveg að tapa sér, samanber síðustu pistla hans. Hann hefur reyndar lengi haft harðar hríðir vegna andstöðu þjóðarinnar við Icesave, alveg stórfurðulegt hve lengi manninum getur elnað sóttin. Held það hafi verið í gær sem hann barði saman pistil í DV, greinilega í mikilli geðshræringu, og kynnti þá kenningu sína að NEI-sinnar ætluðu að hefja Davíð Oddsson til valda á ný ! Ekkert minna, bara sækja sjálft voðamennið upp í Hádegismóa og stinga því inn í stjórnarráðið. Nú hefur óttinn við Davíð augljóslega lengi þjakað þennan Jóhanna og það svo mjög að menn hafa velt því fyrir sér hvort hann færi ekki bráðum að leita sér hjálpar við þessum ósköpum. En lengi getur vont versnað, því til sönnunar er geðveikt viðtal í DV í dag við mannvitsbrekkuna Þráinn Bertelsson, þar sem hann tekur upp Davíð til valda-kenninguna og dregur ekki af sér í rógburði um þá sem ekki eru honum sammála um Icesave. Vænt þykir mér um að vera ekki skoðanabróðir þeirra félaga og ég tel mér heiður af því að geta tilkynnt eftirfarandi: Ég hef ákveðið að krossa við nei á morgun; kjósa gegn því að lög nr. 13/2011 haldi gildi. Það hefur reyndar ekki verið einfalt að komast að niðurstöðu í málinu, enda hefur fjöldi mæta einstaklinga -margir sérfróðir um lög, fjármál og hagstjórn - fært fram rök, annarsvegar fyrir samþykkt samningsins og á hinn bóginn á móti samþykkt hans. En eftir að hafa vandlega kynnt mér þessi rök og skoðað allar þær upplýsingar um málið sem verið hafa almenningi aðgengilegar, er það mín niðurstaða að segja nei á morgun Sleggjudómum um þjóðrembu og heimsku vísa ég til baka - ofan í kok á þeim er svo mæla.
</description>
<pubDate>Fri, 08 Apr 2011 05:21:51 GMT</pubDate>
</item>

15.01.2013

Úr Fésbókarsamskiptum.

 
 
 
 
 Ég tel að því aðeins hefði átt að leggja fram aðildarumsókn að samþykkt hefði verið í þjóðaratkvæðagreiðslu - eftir umfangsmikla og vandaða umræðu í þjóðfélaginu - að stíga það skref. Með umsókninni sniðgengu stjórnarliðar lýðræðið. ( Fyrir þeirri fullyrðingu eru mörg rök, sleppi þeim). Að þessu stóð Jón Bjarnason og mér finnst hann ekki bæta sinn hlut með einhverju eftir á rugli. Og þá ekki Steingrímur ósannsögli, sem setur nú upp lítinn leikþátt, þegar stjórnin hefur fengið málið andvana í fangið - í fullu samræmi við hvernig af stað var farið.

Því miður er ekki hægt að segja annað en að ríkisstjórnin hafi misst nýskipan fiskveiðistjórnunar stig af stigi niður í klúður, einkum vegna slælegra vinnubragða og sennilega kjarkleysis Jóns Bjarnasonar. Þannig hefði ekki þurft að fara ef sjávarútvegsráðherrann hefði gengið í að framfylgja stjórnarsátmálanum af dugnaði og einurð,
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

12.01.2013

Sjóferð Framsóknar

 

http://www.visir.is/afnam-verd--tryggingarinnar/article/2013701089983   

Þessi grein hinna ungu framsóknarþingmanna er einstaklega ófrumleg og innihaldslaus. Þó er hægt að hafa gaman af líkingamáli í anda Guðna Ágústssonar sem höfundarnir  bregða fyrir sig.  Svo  þeim stíl sé haldið, þá mætti ætla að þingmennirnir vilji komast á sjó. Og ekki viðist farkosturinn eiga að vera léttur á bárunni, sennilega steinnökkvi, því marga ræðara vilja þau fá úr hópi kjósenda.

En hvert eiga svo háttvirtir kjósendur að róa þessum ungu framsóknarþingmönnum í vor? Jú, út að einhverju þaki þar sem ætlunin er að binda verðtrygginguna að hluta til. En bara að hluta, því vissara er að fara varlega og taka ekki skrefið til fulls; nokkra glufu ber að hafa á hverri gátt, samkvæmt margreyndri framsóknarpólitík.

Nú eru meira en þrír áratugir síðan verðtrygging var afnumin af launum en viðhaldið á fjárskuldbindingum. Það fyrirkomulag átti þó að vara einungis um skamma hríð. Á þessum tíma hefur margt verið sagt um málið. Um eitt hafa þó allir partar fjórflokksins sameinast, sem er að svíkja það heit að afnema verðtrygginguna af fjárskuldbindingum til samræmis við afnám hennar af launum. Þetta er í sjálfu sér skiljanlegt, því verðtryggingin á fjárskuldbindingar er sérsniðin að þörfum duglausra stjórnvalda. Nú, er líður að kosningum, þykir Framsókn vænlegt að veifa framan í kjósendur afnámi verðtryggingar – svona pínulítið! 

Þessar tillögur eru alveg ófrumlegar og felast í því að krukka dálítið í kerfið í stað þess að ganga hreint til verks og heita því að afnema verðtrygginguna, komist þau í stöðu til þess. Hin væntanlega sjóferð þingmannanna á komandi vori mun því litlum tíðindum sæta, enda eins víst að kompásinn hafi verið stilltur í Kaupfélaginu á Króknum.