Jón í Neslöndum og fleiri góðir.    

03.03.2011

Vont er þeirra réttlæti

Umræður voru hrífandi á Alþingi í gær. Pólitíkusarnir höfðu fundið sameiginlegan óvin -vélhjólagengin. Þarna komu þeir í pontu hver af öðrum, þingmennirnir, byrstu sig og hótuðu gangsterunum hörðu, sögðu að ekki yrði liðið að hingað kæmu illmenni til að vera vond við þjóðina. Það ætluðu þeir að passa. Lögreglan fengi þær heimildir sem hún þyrfti, nokkuð sem hefði átt að vera frágengið fyrir löngu. En það fór um mig hrollur þegar innanríkisráðherrann hótaði að varðveita hér áfram réttlátt þjóðfélag. Réttlæti sem m.a. felur það í sér að illbærilegar eldsneytirhækkanir hækka húsnæðislán fólksins jafnt og þétt, svo bara eitt dæmi um stjórnviskuna sé nefnt. Ja svei!

En aftur að vélhjólaliðinu; ef þar er á ferðinni eins mikill glæpalýður og sagt er, og sé það er rétt sem lögreglan segir að hætta sé á blóðugu uppgjöri milli glæpahópa, þá  finnst mér að þeir megi berjast. Bara betra, leyfum þeim endilega að fækka sér.