Jón í Neslöndum og fleiri góðir.    

31.03.2009

Ný stefna í sjávarútvegsmálum



 

Á landsfundi okkar um helgina urðu þau stórtíðindi að Samfylkingin gerði það að stefnu sinni að leggja kvótakerfið niður í núverandi mynd. Helstu einkennisorð þessa kerfis, sem við höfum búið við í fjórðung aldar, eru óréttlæti; einokun, spilling og sóun ásamt kúgun einyrkja í útgerð sem hafa þurft að leigja kvóta á okurverði.  

Í  vinnuhópi um sjávarútvegsmál sem starfaði á fundinum var samþykkt eftirfarandi tillaga sem er nú hluti af stjórnmálaályktun flokksins. Það er nú verkefni frambjóðenda okkar í kosningabaráttunni framundan, berjast fyrir endurreisn samfélagsins eftir skipbrot kvótafurstanna. Betra vopn en samþykkt kvótahópsins gátu þeir varla fengið.

Tillögusmiðir voru Jóhann Ársælsson og Sigurður Pétursson, hópstjóri Helgi Hjörvar:




1.     
                Sáttagjörð um fiskveiðistefnu

2.      Í samræmi við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar verði fiskveiðistefnan strax að loknum kosningum endurskoðuð í þeim tilgangi að skapa sátt við þjóðina um nýtingu auðlinda hafsins.
 

3.      Markmið stefnunnar er:
 Að tryggja eignarhald og fullt forræði þjóðarinnar yfir auðlindum hafsins.
 Að stuðla að atvinnusköpun og hagkvæmri nýtingu fiskistofna.
 Að uppfylla skilyrði um jafnan aðgang að veiðiheimildum og uppfylla þar með kröfur mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna.
 Að auðvelda nýliðun í útgerð.
 Að tryggja þjóðhagslega hagkvæma og sjálfbæra nýtingu fiskistofna.

4.      Aðgerðir til að ná þessum markmiðum:
1. Þjóðareign á sjávarauðlindum verði bundin í stjórnarskrá með samþykkt þess stjórnarfrumvarps sem nú liggur fyrir Alþingi. Markmið slíks ákvæðis um þjóðareign er að tryggja þjóðinni ótvíræð yfirráð allra sjávarauðlinda til framtíðar og fullan arð af því eignarhaldi.
2. Stofnaður verður Auðlindasjóður sem sjái um að varðveita og ráðstafa fiskveiðiréttindum í eigu þjóðarinnar.
3. Arður af rekstri Auðlindasjóðs renni einkum til sveitarfélaga og verði einnig notaður til annarra samfélagslega verkefna, s.s. haf- og fiskirannsókna. Kannaðir verði kostir þess að fela Auðlindasjóði jafnframt umsýslu annarra auðlinda í þjóðareign og felur fundurinn framkvæmdarstjórn að skipa starfshóp sem útfærir nánar tillögur um Auðlindasjóð.
4. Allar aflaheimildir í núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi verði innkallaðar eins fljótt og auðið er og að hámarki á 20 árum.
5. Framsal aflamarks í núgildandi aflamarkskerfi verði einungis miðað við brýnustu þarfir.
6. Auðlindasjóður bjóði aflaheimildir til leigu. Greiðslum fyrir aflaheimildir verði dreift á það ár sem þær eru nýttar á. Framsal slíkra aflaheimilda er bannað. Útgerðum verði gert skylt að skila þeim heimildum til Auðlindasjóðs sem þær ekki nýta.
7. Frjálsar handfæraveiðar verði heimilaðar ákveðinn tíma á ári hverju. Sókn verði m.a. stýrt með aflagjaldi sem lagt verði á landaðan afla.
8. Stefnt verði að því að allur fiskur verði seldur á markaði.

5.      Jafnframt er því eindregið beint til stjórnvalda að þau hlutist til um að þar til ný stefna taki gildi ráðstafi fjármálastofnanir á vegum ríkisins ekki aflaheimildum án þess að setja skýra fyrirvara um endurskoðun slíkra samninga til samræmis við þá stefnu sem að framan er lýst.


30.03.2009

Ótitlað

 

29.03.2009

Ótitlað

     

   

26.03.2009

Heiður Alþingis

 

 

   Samkvæmt frásögn Fréttablaðsins í dag telur Geir H Haarde ,,heiðu þingsins í veði" náist ekki samkomulag um stjórnarskrármálið í þinginu. Með heiðri þingsins á hann væntanlega við álit almennings á stofnuninni. Þarna er Geir á villigötum eins og svo oft áður. Það samkomulag sem Geir á við kallast á alþýðumáli hrossakaup, en  hrossakaup eru einmitt einkenni okkar stjórnarfars vegna þess að við búum sífell við samsteypustjórnir.  Sumir halda það kost að flokkar þurfa stöðugt að semja um mál til að koma þeim í gegn um þingið og  auðvitað eru dæmi dæmi þess að mál hafi batnað við samninga. En  ég held að við höfum einkum fengið ókostina því oftast er búið að útvatna kjarna hvers máls þegar tuði þingmanna lýkur og málið er afgreitt. Í þessu liggur m.a. skýring þess að þingið er ekki hátt skrifað í hugum almennings. Á þinginu eru stöðug  hrossakaup; sami rassinn er undir öllum þar -ályktar almenningur.

Ekki hefur framganga Sjálfstæðismanna í stjórnarandstöðu undanfarnar vikur aukið hróður Alþingis.

 

Vonandi nær Geir Haarde fullri heilsu og finnur sér starf sem hentar honum betur en það að vera stjórnmálaleiðtogi.   

04.03.2009

Ný albúm.

Ég nenni ekki að skrifa um pólitík, hún er svo djöv. leiðinlegt núna. Í staðinn bendi ég mínum örfáu lesendu á ný myndaalbúm og reyndar stendur til að bæta þar enn um betur og setja inn efni úr ýmsum áttum. 

03.03.2009

Ótitlað

             
Helgardvöl við Hæðargarðsvatn, skammr frá Klaustri