Jón í Neslöndum og fleiri góðir.    

23.08.2010

Verið að aflúsa Landsbankann

Nú er verið að aflúsa Landsbankann - á kostnað lífeyrissjóða

Hefði ég verið spurður hvort ég vildi að lífeyrissjóður minn keypti Húsasmiðjuna, þá hefði ég sagt nei. Ég hefði bent á að fyrirtækið er löngu gjaldþrota og verður endanlega saltað þegar Bauhaus opnar hér á landi. Það var mikið happ fyrir stjórnendur Landsbankans að losna við fyrirtækið áður en það gerist. Jafnframt hefði ég bent á að ekki er skortur á góðum fjárfestingarkostum með trygga raunávöxtun. Ég hefði þá líka viljað bæta við að ef pólitískt valdir pótintátar vilja kaupa vonlaus fyritæki þá færi betur á að þeir sóuðu eigin fé. Auðvitað er út í bláinn að segja slíkt, svona gæjar taka aldrei upp eigin buddu, um hana er tvöföld gúmmíteygja eins og hjá Jóakim og gamla Wallenberg.