Jón í Neslöndum og fleiri góðir.    

26.02.2010

Handrukkari ,,vinaþjóðanna"

Dow Jones-fréttaveitan gerir sem sagt ráð fyrir að AGS sé enn og verði áfram í hlutverki handrukkara Breta og Hollendinga. Þetta er auðvitað mjög sennilega rétt og ágætt að hafa það á hreinu. Nú er bara að vona að ríkisstjórnin haldi sig til hlés og hætti frekari tilraunum til þess að ónýta þjóðaratkvæðagreiðsluna með einhverju samningabrölti á elleftu stundu. Raunar vil ég taka dýpra í árinni og  benda á að málið er í farvegi sem forsetinn setti það í. Atkvæðagreiðslan setur lokapunkt við hið ömurlega Icave-klúður ríkisstjórnarinnar. Vonandi hefst þá einnig nýr og gæfulegri kafla í málinu. Þess er að vænta að frumvarpið um þjóðarábyrgð verði kolfelldt. Slík niðurstaða mun styrkja hverja þá ríkisstjórn sem heldur haus og  berst af einurð fyrir lögformlegri laus  Icave-deilunnar.

17.02.2010

Með hitasótt við lyklaborðið

        

Stundum ber við að blaðafréttir eru þannig skrifaðar að lesandinn hlýtur að óttast að skrifarinn sé mikið veikur, jafnvel með óráði. Slíkar áhyggjur vakna tíðum við lestur Fréttablaðsins en Moggi á einnig sína víxlspretti samanber gullfréttina frá Tonga.

Hvar ætli að hann sé núna þessi ,,eldri maður sem sést á myndinni"? Vonandi hefur hann ekki lent í deiglunni.

14.02.2010

Af gefnu tilefni

Mannlífið er fagurt utan borgarmarkanna. Hrokinn er þar óþekktur. Landsbyggðarsólin baðar Sólnesana fögru ljósi. Þar er Hrifla í hverjum hreppi og allir svo afburðagáfaðir að rétt er talið að fela hverjum manni að fara með tvö til þrjú atkvæði í kosningum svo þjóðinni megi vel farnast. ,,Blessuð sértu sveitin mín, séstaklega Akur".