Jón í Neslöndum og fleiri góðir.    

19.07.2011

Allt Steingrími að kenna

,, 50% rafmagnshækkun af völdum Steingríms". Þvílíkt andskotans kjaftæði! Steingrímur er vissulega að skattleggja allt hér til fjandans og er þegar búinn með sínu snarvitlausa liði að eyðileggja gott og skilvirkt skattkerfi sem hér var fyrir. En það er ástæða fyrir þeim ósköpum og aldrei má gleymast  hverjir léku þessa stöðu upp í hendurnar á Steingrími með því að leggja grunn að efnahagshruni. Hverjir afhentu sérstökum gæðingum bankana í stað þess að tryggja dreifða eignaraðild eins og um var rætt í upphafi og vel var hægt að setja reglur um? Landsbankinn: hver sat þar eins og könguló i netinu miðju - sérstakt talsamband foringjans mikla? Hver lagði niður Þjóðhagsstofnun í vitleysiskasti? Og hverjir veiktu hér allt eftirlit og slepptu svo lausum þeim fáráðahópi sem allt lagði í rúst.?  Þessum montrössum sem  kunnu ekki orðið að nefna upphæðir nema í milljörðum en rífa nú kjaft þegar reynt er að fá botn í vitleysuna.

Eitt fíflið fór um lönd og ,,keypti" Toyota-umboð, flaug svo hér milli staða í þyrlu sem hann þóttist ekki muna hvað kostaði. Vonandi hefur verðmiðinn fundist þegar vélina var tekin af honum.


Öll súpum við seiðið af ruglinu og hruninu og við, sem komin erum á efri ár, og búum við gjörbreyttar aðstæður frá því sem reiknað var með, munum varla lifa neinn efnahagsbata. En við getum eftir atvikum skemmt okkur eða pirrast yfir klaufalegum tilraunum sumra bloggara til sögufölsunar, þegar reynt er að beina athygli frá höfundum hrunsins með því að djöflast í stjórnvöldum sem basla í skítverkunum dagana langa.

17.07.2011

Tilkynning

Stefni að því að setja - svona öðru hverju - hinar ýmsustu myndir úr mínum fórum hér inn á síðuna ásamt myndatextum. Eins og þið sjáið þá er ég löngu hættur að nenna að flokka efni á síðunni, svo þetta verður í bland við pólitísk leiðindi undir pistlar. Byrja með dálítilli Ford - nostalgíu.

15.07.2011

Fríður var Fordinn

                                         


                                      
                           
             
                Hér má sjá sparilegan Ford, líklega árgerð 1942, á Laugaveginum.                 

       Í Fornahvammi 1959. Bensintittur og alltmugligtmand vinnur að stórviðgerð á Ford.
     

    Við Gunnar Guðmundsson, veitingamaður og bóndi í Fornahvammi, létum okkur ekki muna um að taka upp ,,heddin" ( þetta var V-mótor) og slípa ventlana.  

             Fjörutíu og átta árum seinna í Skógasafni