Jón í Neslöndum og fleiri góðir.    

25.08.2009

Vor á skeiðumVor á Skeiðum, farfuglar komnir á tjörnina sína sem enn er í vetrardvala.

16.08.2009

,, Happadrýgst að samþykkja"

 

Gauti B Eggertsson, hagfræðingur, fjallar um Icesave-málið í grein í Fréttablaðinu þ. 15. þm. Hann telur Icesave-samninginn málamiðlun og veltir upp þeirri spurningu hvort hægt hefði verið að ná fram enn betri málamiðlun. Ekki treystir hann sér til að skera úr um það og svarar því ekki spurningunni sem felst í fyrirsögn greinarinnar. Lokaniðurstaða hans er  að ,,af tveimur herfilegum kostum sé happadrýgst fyrir Alþingi að samþykkja Icesave".

Greinin er ágæt yfirferð yfir málið þótt ekki felist í henni nein ný sannindi. Vert er að staldra við málsgrein undir millifyrirsögninni Kjarni málsins. Þar segir m.a. : ,,Auðvitað voru Bretar og  Hollendingar ekki tilbúnir að skrifa undir samning sem þeir vissu ekki hvað þýddi. Það hefðu verið afglöp af þeirra hálfu".

Okkar menn virðast hinsvegar ekki hafa óttast afglöpin. Þeir  komu fjallbrattir heim með samning sem fjármálaráðherrann lýsti sem glæsilegum og flýtti sér að skrifa undir.


Víst er að þeir þingmenn sem stöðvuðu hraðferð málsins í gegn um Þingið og ,,þvældust fyrir" málinu þar til tekist hafði að ræða það í þaula, eiga miklar þakkir skildar. Um það hljóta allir að vera sammála nú, þegar forystumenn allra flokka segja að málið hafi verið stórbætt í okkar þágu, með þeim fyrirvörum sem að lokum voru settir fyrir ríkisábyrgðinni.


En það er mikið umhugsunarefni fyrir háttvirta kjósendur og hart leikna skattgreiðendur, að mögulegar lagfæringar á Icesave-samningnum - okkar mesta hagsmunamál nú - skuli hafa kostað átök í Þinginu nærri heilt sumar.

09.08.2009

Góð tíðindi


 

"Ætli það frjósi ekki fyrr í víti heldur en að ég skipti um flokk. Ég skil ekki hvernig nokkur lifandi maður með óbrenglaða dómgreind og góðan vilja getur dregið þá ályktun að ég sé á leiðinni í einhvern annan stjórnmálaflokk, " sagði Þráinn Bertelsson og bætti við að hann hefði starfað samkvæmt stefnumiðum Borgarahreyfingarinnar og hefði hugsað sér að gera það áfram. (Mbl.í dag)Hjúgg, þetta eru góð tíðindi! Ég var orðinn svo logandi hræddur um að Þráinn væri á leið í  Samfylkinguna, með listamannalaunin sín og allt heila móverkið. Nú getur hann dundað sér við að hundsa félaga sína í Borgaraheyfingunni um aldur og ævi. Jafnvel allra seinheppnustu spámenn, í gæðaflokki með forstöðumönnum greiningardeilda bankanna,  gera ekki ráð fyrir svo miklu sem einni frostnótt í helvíti, ekki einusinni þegar ísöld hefur tekið við af hinu arðgefandi Global Warming tímabili.