Jón í Neslöndum og fleiri góðir.    

25.05.2007

Listi yfir vígfúsar þjóðir

Listi yfir hinar vígfúsu þjóðir var settur saman í aðdraganda innrásarinnar í Írak - þess fjölþjóðlega glæpaverks - sem hafið var fyrir fjórum árum. Nafn Íslands var á listanum þá. Ég sé ekki hvernig hægt væri að breyta því. Þess vegna var ég nokkuð hugsandi þegar ég hlustaði á afdráttarlausar yfirlýsingar forustumanna okkar í aðdraganda kosnings þ.e. að fyrsta verkið í ríkisstjórn yrði að taka okkur af listanum. Oft hefur maður þurft að skammast sín fyrir fylgispekt okkar við Bandaríkin í utanríkismálum. Miðað við stefnu okkar undanfarna áratugi er sú yfirlýsing að ríkisstjórnin harmi stríðsreksturinn í Írak hreint ekki svo lítið skref í rétta átt. Ég held að það sé mjög ósanngjarnt að skamma formann Samfylkingarinnar fyrir að hafa ekki náð lengra með þetta mál í samningum við Sjálfstæðisflokkinn. Það sem skiptir máli er að öðrum þjóðum verði nú kynnt þessi nýja afstaða ríkisstjórnar Íslands. Það mun utanríkisráðherra væntanlega gera.